Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:34 Hér má sjá Ingebrigsten bræðurna sem allir hafa orðið Evrópumeistarar. Þetta eru þeir Henrik, Jakob og Filip. Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður fyrir að beita son sinn ofbeldi. Ingebrigtsen fjölskyldan er ein þekktasta íþróttafjölskylda Noregs en þrír synir Gjerts hafa unnið til verðlauna á stórmótum í millivegahlaupum. „Við bjuggumst við þessu,“ sagði lögmaður við Aftenposten. Jakob sjálfur biðlar til fjölmiðla í gegnum fjölmiðlafulltrúa sinn að gefa sér frið og að hann ætli ekki að tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Gjert hafði áður verið ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn öðru barni sínu. Allir bræðurnir komu fram í október 2023 og sögðu frá því að faðir þeirra hafi beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi í uppeldi þeirra. Faðir þeirra hefur alltaf neitað ásökunum. Norska lögreglan felldi niður mál gegn föðurnum en saksóknari áfrýjaði. Þremur þeirra var vísað aftur frá en ekki kærunni yfir ofbeldinu gegn Jakob Ingebrigtsen. Dómari taldi ástæðu til að kanna það mál betur. Nú er sú rannsókn orðin að ákæru. Jakob Ingebrigtsen er sá yngsti af afreksbræðrunum og einnig sá sem hefur náð lengst. Jakob er tvöfaldur Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og sexfaldur Evrópumeistari auk þess að vera heimsmethafi í 1500 metra, 2000 metra og 3000 metra hlaupi. Gjert þjálfaði bræðurna og beitti þá mikilli hörku. Bræðurnir hættu alveg öllum samskiptum við föður sinn og allir ráku þeir hann sem þjálfara. Samkvæmt upplýsingum Verdens Gang þá munu réttarhöldin taka nokkrar vikur og fara fram á næsta ári. Gjert gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira
Ingebrigtsen fjölskyldan er ein þekktasta íþróttafjölskylda Noregs en þrír synir Gjerts hafa unnið til verðlauna á stórmótum í millivegahlaupum. „Við bjuggumst við þessu,“ sagði lögmaður við Aftenposten. Jakob sjálfur biðlar til fjölmiðla í gegnum fjölmiðlafulltrúa sinn að gefa sér frið og að hann ætli ekki að tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Gjert hafði áður verið ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn öðru barni sínu. Allir bræðurnir komu fram í október 2023 og sögðu frá því að faðir þeirra hafi beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi í uppeldi þeirra. Faðir þeirra hefur alltaf neitað ásökunum. Norska lögreglan felldi niður mál gegn föðurnum en saksóknari áfrýjaði. Þremur þeirra var vísað aftur frá en ekki kærunni yfir ofbeldinu gegn Jakob Ingebrigtsen. Dómari taldi ástæðu til að kanna það mál betur. Nú er sú rannsókn orðin að ákæru. Jakob Ingebrigtsen er sá yngsti af afreksbræðrunum og einnig sá sem hefur náð lengst. Jakob er tvöfaldur Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og sexfaldur Evrópumeistari auk þess að vera heimsmethafi í 1500 metra, 2000 metra og 3000 metra hlaupi. Gjert þjálfaði bræðurna og beitti þá mikilli hörku. Bræðurnir hættu alveg öllum samskiptum við föður sinn og allir ráku þeir hann sem þjálfara. Samkvæmt upplýsingum Verdens Gang þá munu réttarhöldin taka nokkrar vikur og fara fram á næsta ári. Gjert gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira