Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar 28. nóvember 2024 19:50 Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun