„Ég mun deyja á þessari hæð“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2024 17:39 Dagur segist nú hafa það uppáskrifað að hann sé fyndinn. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins: Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins:
Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46