Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2024 21:53 Rasmus Højlund og Alejandro Garnacho skoruðu mörk Manchester United gegn Bodø/Glimt. getty/Simon Stacpoole Manchester United vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rúbens Amorim þegar liðið bar sigurorð af Bodø/Glimt, 3-2, í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur United í Evrópudeildinni í röð en liðið er með níu stig í 12. sæti hennar. Bodø/Glimt er með sjö stig í 17. sæti. Í fyrsta leiknum undir stjórn Amorims, 1-1 jafntefli gegn Ipswich Town á sunnudaginn, komst United yfir eftir áttatíu sekúndur. Núna tók það liðið aðeins 49 sekúndur að ná forystunni. Alejandro Garnacho skoraði þá eftir að Rasmus Højlund vann boltann af markverði Bodø/Glimt, Nikita Haikin. Norðmennirnir lögðu ekki árar í bát og komust yfir með tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili. Fyrst skoraði Hakon Evjen og svo Philip Zinckernagel. Højlund jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir að hann tók laglega á móti boltanum og kom honum í netið. Danski framherjinn var svo aftur á ferðinni á 50. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Manuel Ugarte. Það reyndist sigurmark United sem er enn ósigrað í Evrópudeildinni í vetur. Evrópudeild UEFA
Manchester United vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rúbens Amorim þegar liðið bar sigurorð af Bodø/Glimt, 3-2, í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur United í Evrópudeildinni í röð en liðið er með níu stig í 12. sæti hennar. Bodø/Glimt er með sjö stig í 17. sæti. Í fyrsta leiknum undir stjórn Amorims, 1-1 jafntefli gegn Ipswich Town á sunnudaginn, komst United yfir eftir áttatíu sekúndur. Núna tók það liðið aðeins 49 sekúndur að ná forystunni. Alejandro Garnacho skoraði þá eftir að Rasmus Højlund vann boltann af markverði Bodø/Glimt, Nikita Haikin. Norðmennirnir lögðu ekki árar í bát og komust yfir með tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili. Fyrst skoraði Hakon Evjen og svo Philip Zinckernagel. Højlund jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir að hann tók laglega á móti boltanum og kom honum í netið. Danski framherjinn var svo aftur á ferðinni á 50. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Manuel Ugarte. Það reyndist sigurmark United sem er enn ósigrað í Evrópudeildinni í vetur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti