Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. nóvember 2024 13:42 Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar