Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 13:31 Víkingar hafa fagnað tveimur fræknum sigrum í Sambandsdeildinni, þeim fyrstu í sögu íslenskra liða, gegn Cerlce Brugge frá Belgíu og Borac frá Bosníu. vísir/Anton Hundrað milljón krónur, tækifæri á umspili og þar með leiktíð fram í febrúar, og möguleiki á að tryggja Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Það er afskaplega mikið í húfi hjá Víkingum í Armeníu í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira