X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:02 Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar