Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar 28. nóvember 2024 10:52 Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun