Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar 28. nóvember 2024 10:43 Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggir á 8,5 % stýrivöxtum. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgunnar með stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána. Þá hafa bankar tekið upp á því að hækka vexti verðtryggðra lána, eftir því sem stýrivextir lækka, og halda þannig uppi okrinu gagnvart fólki sem flúði óverðtryggðu lánin þegar vextir losnuðu og tóku sér verðtryggð lán. Byrðum af baráttunni við verðbólguna er misskipt og stórkostleg eignatilfærsla á sér stað með gríðarlega háa vaxtastigi. Lág- og millitekjufólk, ungt fólk og skuldsett heimili, bera þar byrðar verðbólgunnar en ekki skuldlaust eignafólk og fjármagnseigendur. Byggjum meira húsnæði Fara þarf í stórátak í byggingu húsnæðis í landinu til að mæta hinni gríðarlegur eftirspurn vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og húsnæðismissis í Grindavík. Einungis með stórauknu framboði á húsnæði næst jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Svipað átak þarf og þegar stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur tóku höndum saman með Júnísamkomulagsinu 1964 og uppbygging Breiðholts hófst. Þá fyrst náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði, tuttugu árum eftir stríðslok. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að glíma við rót verðbólgunnar sem er framboðsskortur á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Húsnæðismál eru eitt helsta forgangsmál Flokks fólksins. Undir yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla viljum við að byggt verði uppnýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti á langtímalánum og tryggjum þannig fyrirsjáanleika. Brjótum nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal, Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort. Sama verði gert á landsbyggðinni eftir þörfum. Flokkur fólksins mun gera húsnæðismál að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum húsnæði fyrir alla. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun