Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. nóvember 2024 08:10 Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun