Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 22:48 Hildur segir sér fullkomlega misbjóða ummæli Þorsteins. Vísir/Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira