Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun