Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:00 Það styttist í jólin og væntanlega eru mörg börn sem dunda sér við það þessa dagana að búa til jólagjafalista til að færa foreldrum sínum. Eðli málsins samkvæmt er allur gangur á því hversu mikið verðskyn börnin hafa, og lái þeim hver sem vill. Vinkona mín sýndi mér óskalista sem dóttir hennar hafði gefið henni nýlega, þar sem listinn innihélt allt frá ódýrri peysu yfir í græju sem gerir heimabúinn ís. Ég veit ekki hvort að barnið fær ísvél, en líklega fær hún eitthvað af listanum góða. Þessu er að mörgu leyti öfugt farið í kosningum. Stjórnmálaflokkar eiga það til að búa til lista yfir það sem þeir halda að kjósendur óski sér heitast. Samfylkingin kynnir nú plan sitt, sem flokkurinn ætlar flestu vinnandi fólki að greiða fyrir með hærri sköttum. Vinstri grænir kynna mál sem þeirra harðasti kjarni ákvað að væru helstu stefnumálin fyrir rúmum 30 árum og Framsókn er í örvæntingu sinni að tala um allt það sem þau halda að afli þeim vinsælda til skemmri tíma. Það er eðlilegt að leggja fram loforð og stefnu í aðdraganda kosninga. Hvort tveggja þarf þó að byggja á raunhæfum markmiðum. Það er því full ástæða til að staldra við þegar litið er til stefnu Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið, eða öllu heldur því hvernig stefnan er kynnt. Viðreisn hefur, líkt og Samfylkingin, áttað sig á því að málið er ekki fallið til vinsælda og því sett það til hliðar. Stefnan er þó enn sú sama og þó hún sé ekki kynnt með beinum hætti eru farnar ýmsar krókaleiðir til að fegra þá mynd sem við okkur kann að blasa í Evrópusambandinu. Evrópskir vextir og íslensk laun? Ein af þeim er sú mynd sem ranglega er dregin upp af stöðugleika evrunnar og kosti þess að búa við evrópska vexti á fasteignalánum. Þegar nánar er að gáð hefur evran þó alls ekki reynst stöðug síðastliðinn áratug og vextirnir gefa villandi mynd af þeim raunveruleika sem íbúar á meginlandi Evrópu búa við. Ef við ætlum að horfa í hillingum til þess að búa við evrópska vexti þurfum við að skoða heildarmyndina og taka þannig tillit til vinnumarkaðar, kaupmáttar, hagvaxtar og fleiri þátta. Með einföldum hætti má segja að það sé ekki raunhæft að ætla sér að búa við evrópska vexti með íslensk laun, nema þá gefa verulega eftir af þeim lífskjörum sem við búum við. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og kaupmáttur hér er mun meiri en í ríkjum Evrópusambandsins. Annar mikilvægur þáttur er að hér á landi er hátt atvinnustig, því ólíkt evruríkjunum höfum við tekið niðursveiflurnar út með öðrum hætti en atvinnuleysi. Hér höfum við tækifæri til að ýta undir frekari nýsköpun, auka hagvöxt, auka kaupmátt, stunda frekari milliríkjaviðskipti og þannig mætti áfram telja. Okkur standa allar dyr opnar og það er engin ástæða til að loka þeim með inngöngu í ríkjasamband sem er sjálft í mikilli tilvistarkreppu. Samkeppnishæfni okkar skiptir öllu máli. Evrópa hefur dregist aftur úr með mikilli regluvæðingu á atvinnulífið, m.a. á nýsköpun og tækni. Með aðild að sambandinu höfum viðmun minni sveigjanleika gagnvart innleiðingu löggjafar og erfiðara verður að koma í veg fyrir íþyngjandi regluverk. Ef við viljum efla samkeppnishæfni okkar er Evrópusambandið ekki svarið. Stöðugleiki í stað skyndilausna Við byggjum hagsæld okkar að mestu á leyti á alþjóðaviðskiptum, þá helst útflutningi á auðlindum sem við höfum verið svo lánsöm að nýta vel. Við höfum tækifæri til að mennta okkur og búa erlendis, eigum nú þegar í sterkum alþjóðasamskiptum- og viðskiptum við fjölmargar þjóðir. Það er því rangt að væna þá sem ekki vilja ganga í Evrópusambandið um einangrunarhyggju eða annað slíkt. Með góðri hagstjórn, ábyrgum ríkisfjármálum og öflugra atvinnulífi búum við til aukinn stöðugleika. Það endurspeglast í gjaldmiðlinum okkar og þá um leið í þeim kjörum sem við búum við á fjármálamarkaði. Það er blekking að halda því fram að hér séu einhverjar skyndilausnir í boði. Við eigum að leyfa börnunum að búa til jólagjafalistana en gera meiri kröfur til stjórnmálaflokka. Kjósendur eiga það skilið. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það styttist í jólin og væntanlega eru mörg börn sem dunda sér við það þessa dagana að búa til jólagjafalista til að færa foreldrum sínum. Eðli málsins samkvæmt er allur gangur á því hversu mikið verðskyn börnin hafa, og lái þeim hver sem vill. Vinkona mín sýndi mér óskalista sem dóttir hennar hafði gefið henni nýlega, þar sem listinn innihélt allt frá ódýrri peysu yfir í græju sem gerir heimabúinn ís. Ég veit ekki hvort að barnið fær ísvél, en líklega fær hún eitthvað af listanum góða. Þessu er að mörgu leyti öfugt farið í kosningum. Stjórnmálaflokkar eiga það til að búa til lista yfir það sem þeir halda að kjósendur óski sér heitast. Samfylkingin kynnir nú plan sitt, sem flokkurinn ætlar flestu vinnandi fólki að greiða fyrir með hærri sköttum. Vinstri grænir kynna mál sem þeirra harðasti kjarni ákvað að væru helstu stefnumálin fyrir rúmum 30 árum og Framsókn er í örvæntingu sinni að tala um allt það sem þau halda að afli þeim vinsælda til skemmri tíma. Það er eðlilegt að leggja fram loforð og stefnu í aðdraganda kosninga. Hvort tveggja þarf þó að byggja á raunhæfum markmiðum. Það er því full ástæða til að staldra við þegar litið er til stefnu Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið, eða öllu heldur því hvernig stefnan er kynnt. Viðreisn hefur, líkt og Samfylkingin, áttað sig á því að málið er ekki fallið til vinsælda og því sett það til hliðar. Stefnan er þó enn sú sama og þó hún sé ekki kynnt með beinum hætti eru farnar ýmsar krókaleiðir til að fegra þá mynd sem við okkur kann að blasa í Evrópusambandinu. Evrópskir vextir og íslensk laun? Ein af þeim er sú mynd sem ranglega er dregin upp af stöðugleika evrunnar og kosti þess að búa við evrópska vexti á fasteignalánum. Þegar nánar er að gáð hefur evran þó alls ekki reynst stöðug síðastliðinn áratug og vextirnir gefa villandi mynd af þeim raunveruleika sem íbúar á meginlandi Evrópu búa við. Ef við ætlum að horfa í hillingum til þess að búa við evrópska vexti þurfum við að skoða heildarmyndina og taka þannig tillit til vinnumarkaðar, kaupmáttar, hagvaxtar og fleiri þátta. Með einföldum hætti má segja að það sé ekki raunhæft að ætla sér að búa við evrópska vexti með íslensk laun, nema þá gefa verulega eftir af þeim lífskjörum sem við búum við. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og kaupmáttur hér er mun meiri en í ríkjum Evrópusambandsins. Annar mikilvægur þáttur er að hér á landi er hátt atvinnustig, því ólíkt evruríkjunum höfum við tekið niðursveiflurnar út með öðrum hætti en atvinnuleysi. Hér höfum við tækifæri til að ýta undir frekari nýsköpun, auka hagvöxt, auka kaupmátt, stunda frekari milliríkjaviðskipti og þannig mætti áfram telja. Okkur standa allar dyr opnar og það er engin ástæða til að loka þeim með inngöngu í ríkjasamband sem er sjálft í mikilli tilvistarkreppu. Samkeppnishæfni okkar skiptir öllu máli. Evrópa hefur dregist aftur úr með mikilli regluvæðingu á atvinnulífið, m.a. á nýsköpun og tækni. Með aðild að sambandinu höfum viðmun minni sveigjanleika gagnvart innleiðingu löggjafar og erfiðara verður að koma í veg fyrir íþyngjandi regluverk. Ef við viljum efla samkeppnishæfni okkar er Evrópusambandið ekki svarið. Stöðugleiki í stað skyndilausna Við byggjum hagsæld okkar að mestu á leyti á alþjóðaviðskiptum, þá helst útflutningi á auðlindum sem við höfum verið svo lánsöm að nýta vel. Við höfum tækifæri til að mennta okkur og búa erlendis, eigum nú þegar í sterkum alþjóðasamskiptum- og viðskiptum við fjölmargar þjóðir. Það er því rangt að væna þá sem ekki vilja ganga í Evrópusambandið um einangrunarhyggju eða annað slíkt. Með góðri hagstjórn, ábyrgum ríkisfjármálum og öflugra atvinnulífi búum við til aukinn stöðugleika. Það endurspeglast í gjaldmiðlinum okkar og þá um leið í þeim kjörum sem við búum við á fjármálamarkaði. Það er blekking að halda því fram að hér séu einhverjar skyndilausnir í boði. Við eigum að leyfa börnunum að búa til jólagjafalistana en gera meiri kröfur til stjórnmálaflokka. Kjósendur eiga það skilið. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun