Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 13:20 Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun