Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2024 13:13 Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar