Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar 27. nóvember 2024 11:51 Í mínum huga snúast þessar kosningar fyrst og fremst um efnahagsmál, enda byggir allt annað á því hvernig ríkisfjármálum er stjórnað. Í aðdraganda þessara kosninga er ótrúlega lítið rætt um efnahagsmál að öðru leyti en því að allir lofa minni verðbólgu og lægri vöxtum. Við heyrum ný hugtök eins og „vaxtalækkunarferlið“ sem okkur er sagt að sé hafið, og við eigum að trúa því að það verði viðvarandi ferli,og ekki síður að „verðbólguskotið“ sé að baki og komi líklega aldrei aftur. Ef við skoðum staðreyndir og setjum þær í samhengi þá blasir við að breytinga er þörf í stjórn landsins. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni einhverja tilhneigingu þá er það staðreynd að þau öfl sem hér hafa mestu ráðið síðustu áratugi eru svo sterk að það er raunveruleg hætta á að þau haldi völdum eftir kosningar, og ekkert breytist. Litlu máli virðist skipta að við blasir algjör vanhæfni í ríkisrekstrinum, vanhæfni sem íbúar landsins greiða dýru verði. Í kjölfarið á Covid og innrás Rússa í Úkraínu reyndi á hagkerfin í Evrópu, afleiðingin var verðbólguskot ásamt hreyfingu á vöxtum í mörgum Evrópulöndum. Stjórnvöld þessara landa náðu fljótt tökum á ástandinu, verðbólgan hjaðnaði fljótt og vextir jöfnuðu sig víðast hvar nema í Rússlandi og Úkraínu sem enn eiga í stríði. Þrátt fyrir lækkanir á stýrivöxtum undanfarið er Ísland í þriðja sæti þjóða í okurvöxtum á eftir Rússlandi og Úkraínu en næstu sæti fyrir neðan okkur verma Ungverjaland, Rúmenía, Pólland og Serbía, lönd sem við viljum, með fullri virðingu ekki bera okkar hagkerfi og lífsgæði saman við. Vandinn er heimatilbúinn, óábyrg hagstjórn ríkistjórnarflokkana sem ekki hafa getað tekið erfiðar ákvarðandir heldur stöðugt aukið útgjöld sem hafa viðhaldið ástandinu. Verkfæri Seðlabankans til að vinna á verðbólgu eru stýrivextir sem hann eðli málsins samkvæmt hækkaði, verkalýsðhreyfingin og atvinnurekendur sömdu um hóflegar launahækkanir og lengi vel vil ég meina að fyrirtækin í landinu hafi flest reynt að taka þátt með því að halda aftur af hækkunum, að minnsta kosti þar sem einhver samkeppni ríkir. En á meðan kynti vanhæf ríkisstjórn undir verðbólgubálinu með líklega mestu peningaprentun sögunnar og virtist engu máli skipta hver sat í stóli fjármálaráðherra en þeir voru þrír á kjörtímabilinu úr tveimur flokkum. Í ágúst á þessu ári voru heildarskuldir Ríkissjóðs kr. 1.867.000.000.000. eða eittþúsund áttahundruð sextiu og sjö milljarðar og ekki nóg með það, skuldaukningin síðustu 5 ár eða frá árinu 2019 er 979 milljarðar og að öllum líkindum er skuldaaukningin komin í 1.000 milljarða núna í lok árs (sjá mynd). Fjárlög ársins 2025 voru nú á dögunum afgreidd með 59 milljarða halla og í meðförum ríkisstjórnarinnar frá því þau voru lögð fram þar til þau voru samþykkt jókst hallinn um 18 milljarða. Í millitíðinni var boðað til kosninga svo dýrar urðu kanínurnar sem stjórnarflokkarnir drógu uppúr hatti sínum. En setjum þessa stöðu í samhengi við eitthvað sem við þekkjum, eftir Hrunið 2008 voru skuldir ríkissjóðs áætlaðar 1.456 milljarðar króna sem eru á núvirði í dag miðað við vísitölu neysluverðs 2.883 milljarðar. Icesave samningarnir sem kenndir voru við Lee Buchheit samningamann voru 67 milljarðar samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands, og uppreiknaðir frá árinu 2015 væri núvirði þeirra 99 milljarðar. Það er grátbroslegt að fylgjast með hvernig vanhæfa liðið í ríkisstjórninni keppist við að kenna hvort öðru um, enda allir hættir að trúa því að ástæðan sé covid eða Úkraínustríðið. Sumir stjórnarliða og stuðningsmenn þeirra hafa hugmyndaflug til að kenna stjórnarandstöðunni um, að minnsta kosti þeim sem gætu fengið góða kosningu. Brennuvargarnir eru strax byrjaðir að undirbúa skítkast á þá sem munu kannski reyna að slökkva eldana, ef þeir skyldu tapa. Snepill sem kallar sig Viðskiptablaðið sló upp í fyrirsögn að nú væri formaður Samfylkingarinnar farin að ræsa peningaprentvélarnar, sömu vélar sem hafa ekki kólnað hjá skjólstæðingum Viðskiptablaðsins síðustu fimm ár og ekki búið að drepa á þeim enn. Þetta er einhvernvegin svo ósvífið og var kornið sem fyllti mælinn og knúði mig til þess að pára þessi orð á blað. Það er kannski ekkert skrýtið þó fólk eigi erfitt með að trúa því að „þetta sé allt að koma“ sem er slagorð fjárlagafrumvarpsins 2025. Þegar hlutir eru settir í samhengi var það líklega ekki góð hugmynd „að kjósa bara Framsókn“. Að minnsta kosti ekki til að fara með fjármuni skattgreiðenda. Kosningaloforð sjálfstæðismeginn eru ekki síður kaldhæðnislega í samhengi við ástandið. Þar eru hátíðleg loforð um að nú ætli þeir að „ tryggja stöðugleika, minni verðbólgu og lægri vexti“. Já einmitt, hvernig eigum við að trúa því ? Svo ætla þeir að „nýta fjármuni af sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir“ (www.xd.is). Á mannamáli er það að selja Landsbankann og Landsvirkjun til að borga niður skuldir óreiðumanna. Það er lélegt loforð því það á engin að þurfa að selja góðar eignir til þess að greiða rekstrartap, ekki heldur íslenskur almenningur. Því miður eru ýmsir stjórnmálaflokkar þessu sammála, Viðreisn hefur hiklaust talað um að selja Landsbankann sem fyrst og þá kemur Landsvirkjun líklega í framhaldinu, vissulega er þar innanborðs reynsla af bankabraski og afskriftum skulda, en kannski ekki í þágu þjóðarinnar. En á ríkið að eiga banka? Auðvitað væri best ef það þyrfti ekki, en á fákeppnismarkaði eins og bankamarkaðurinn á Íslandi er þá er skynsamlegt fyrir þjóðina að eiga einn banka og láta hann virka sem aðhald á bankana sem hiklaust nýta sér fákeppnina. Mítan um að ríkið eigi ekki að standa á áhættu við að reka banka á heldur ekki við því eina áhættan sem ríkið hefur þurft að taka er að borga tapið á einkabönkunum þegar þeir hafa siglt öllu í strand eins og dæmin sanna. Ég hef kynnt mér þokkalega stefnur allra flokka sem í framboði eru og sé að við eigum möguleika á betri framtíð ef við viljum. Samfylkingin með Kristrúnu Frostadóttur er með trúverðugt plan í öllum þeim mikilvægu málum sem hér þarf að leysa. Kristrún er leiðtogi sem vill og getur sameinað frekar en að sundrað, unnið að langtímahagsmunum heildarinnar frekar en skammtímahagsmunum sérhagsmunahópa. Það er mikilvægt í heiminum eins og hann er. En hvað gerist? Ætla stjórnmálamenn að taka ábyrgð? Líklega ekki. Ætla kjósendur að láta einhverja taka ábyrgð? Vonandi – þjóðin þarf breytingar Höfundur er viðskiptafræðingur MIB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í mínum huga snúast þessar kosningar fyrst og fremst um efnahagsmál, enda byggir allt annað á því hvernig ríkisfjármálum er stjórnað. Í aðdraganda þessara kosninga er ótrúlega lítið rætt um efnahagsmál að öðru leyti en því að allir lofa minni verðbólgu og lægri vöxtum. Við heyrum ný hugtök eins og „vaxtalækkunarferlið“ sem okkur er sagt að sé hafið, og við eigum að trúa því að það verði viðvarandi ferli,og ekki síður að „verðbólguskotið“ sé að baki og komi líklega aldrei aftur. Ef við skoðum staðreyndir og setjum þær í samhengi þá blasir við að breytinga er þörf í stjórn landsins. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni einhverja tilhneigingu þá er það staðreynd að þau öfl sem hér hafa mestu ráðið síðustu áratugi eru svo sterk að það er raunveruleg hætta á að þau haldi völdum eftir kosningar, og ekkert breytist. Litlu máli virðist skipta að við blasir algjör vanhæfni í ríkisrekstrinum, vanhæfni sem íbúar landsins greiða dýru verði. Í kjölfarið á Covid og innrás Rússa í Úkraínu reyndi á hagkerfin í Evrópu, afleiðingin var verðbólguskot ásamt hreyfingu á vöxtum í mörgum Evrópulöndum. Stjórnvöld þessara landa náðu fljótt tökum á ástandinu, verðbólgan hjaðnaði fljótt og vextir jöfnuðu sig víðast hvar nema í Rússlandi og Úkraínu sem enn eiga í stríði. Þrátt fyrir lækkanir á stýrivöxtum undanfarið er Ísland í þriðja sæti þjóða í okurvöxtum á eftir Rússlandi og Úkraínu en næstu sæti fyrir neðan okkur verma Ungverjaland, Rúmenía, Pólland og Serbía, lönd sem við viljum, með fullri virðingu ekki bera okkar hagkerfi og lífsgæði saman við. Vandinn er heimatilbúinn, óábyrg hagstjórn ríkistjórnarflokkana sem ekki hafa getað tekið erfiðar ákvarðandir heldur stöðugt aukið útgjöld sem hafa viðhaldið ástandinu. Verkfæri Seðlabankans til að vinna á verðbólgu eru stýrivextir sem hann eðli málsins samkvæmt hækkaði, verkalýsðhreyfingin og atvinnurekendur sömdu um hóflegar launahækkanir og lengi vel vil ég meina að fyrirtækin í landinu hafi flest reynt að taka þátt með því að halda aftur af hækkunum, að minnsta kosti þar sem einhver samkeppni ríkir. En á meðan kynti vanhæf ríkisstjórn undir verðbólgubálinu með líklega mestu peningaprentun sögunnar og virtist engu máli skipta hver sat í stóli fjármálaráðherra en þeir voru þrír á kjörtímabilinu úr tveimur flokkum. Í ágúst á þessu ári voru heildarskuldir Ríkissjóðs kr. 1.867.000.000.000. eða eittþúsund áttahundruð sextiu og sjö milljarðar og ekki nóg með það, skuldaukningin síðustu 5 ár eða frá árinu 2019 er 979 milljarðar og að öllum líkindum er skuldaaukningin komin í 1.000 milljarða núna í lok árs (sjá mynd). Fjárlög ársins 2025 voru nú á dögunum afgreidd með 59 milljarða halla og í meðförum ríkisstjórnarinnar frá því þau voru lögð fram þar til þau voru samþykkt jókst hallinn um 18 milljarða. Í millitíðinni var boðað til kosninga svo dýrar urðu kanínurnar sem stjórnarflokkarnir drógu uppúr hatti sínum. En setjum þessa stöðu í samhengi við eitthvað sem við þekkjum, eftir Hrunið 2008 voru skuldir ríkissjóðs áætlaðar 1.456 milljarðar króna sem eru á núvirði í dag miðað við vísitölu neysluverðs 2.883 milljarðar. Icesave samningarnir sem kenndir voru við Lee Buchheit samningamann voru 67 milljarðar samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands, og uppreiknaðir frá árinu 2015 væri núvirði þeirra 99 milljarðar. Það er grátbroslegt að fylgjast með hvernig vanhæfa liðið í ríkisstjórninni keppist við að kenna hvort öðru um, enda allir hættir að trúa því að ástæðan sé covid eða Úkraínustríðið. Sumir stjórnarliða og stuðningsmenn þeirra hafa hugmyndaflug til að kenna stjórnarandstöðunni um, að minnsta kosti þeim sem gætu fengið góða kosningu. Brennuvargarnir eru strax byrjaðir að undirbúa skítkast á þá sem munu kannski reyna að slökkva eldana, ef þeir skyldu tapa. Snepill sem kallar sig Viðskiptablaðið sló upp í fyrirsögn að nú væri formaður Samfylkingarinnar farin að ræsa peningaprentvélarnar, sömu vélar sem hafa ekki kólnað hjá skjólstæðingum Viðskiptablaðsins síðustu fimm ár og ekki búið að drepa á þeim enn. Þetta er einhvernvegin svo ósvífið og var kornið sem fyllti mælinn og knúði mig til þess að pára þessi orð á blað. Það er kannski ekkert skrýtið þó fólk eigi erfitt með að trúa því að „þetta sé allt að koma“ sem er slagorð fjárlagafrumvarpsins 2025. Þegar hlutir eru settir í samhengi var það líklega ekki góð hugmynd „að kjósa bara Framsókn“. Að minnsta kosti ekki til að fara með fjármuni skattgreiðenda. Kosningaloforð sjálfstæðismeginn eru ekki síður kaldhæðnislega í samhengi við ástandið. Þar eru hátíðleg loforð um að nú ætli þeir að „ tryggja stöðugleika, minni verðbólgu og lægri vexti“. Já einmitt, hvernig eigum við að trúa því ? Svo ætla þeir að „nýta fjármuni af sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir“ (www.xd.is). Á mannamáli er það að selja Landsbankann og Landsvirkjun til að borga niður skuldir óreiðumanna. Það er lélegt loforð því það á engin að þurfa að selja góðar eignir til þess að greiða rekstrartap, ekki heldur íslenskur almenningur. Því miður eru ýmsir stjórnmálaflokkar þessu sammála, Viðreisn hefur hiklaust talað um að selja Landsbankann sem fyrst og þá kemur Landsvirkjun líklega í framhaldinu, vissulega er þar innanborðs reynsla af bankabraski og afskriftum skulda, en kannski ekki í þágu þjóðarinnar. En á ríkið að eiga banka? Auðvitað væri best ef það þyrfti ekki, en á fákeppnismarkaði eins og bankamarkaðurinn á Íslandi er þá er skynsamlegt fyrir þjóðina að eiga einn banka og láta hann virka sem aðhald á bankana sem hiklaust nýta sér fákeppnina. Mítan um að ríkið eigi ekki að standa á áhættu við að reka banka á heldur ekki við því eina áhættan sem ríkið hefur þurft að taka er að borga tapið á einkabönkunum þegar þeir hafa siglt öllu í strand eins og dæmin sanna. Ég hef kynnt mér þokkalega stefnur allra flokka sem í framboði eru og sé að við eigum möguleika á betri framtíð ef við viljum. Samfylkingin með Kristrúnu Frostadóttur er með trúverðugt plan í öllum þeim mikilvægu málum sem hér þarf að leysa. Kristrún er leiðtogi sem vill og getur sameinað frekar en að sundrað, unnið að langtímahagsmunum heildarinnar frekar en skammtímahagsmunum sérhagsmunahópa. Það er mikilvægt í heiminum eins og hann er. En hvað gerist? Ætla stjórnmálamenn að taka ábyrgð? Líklega ekki. Ætla kjósendur að láta einhverja taka ábyrgð? Vonandi – þjóðin þarf breytingar Höfundur er viðskiptafræðingur MIB.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun