Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar 27. nóvember 2024 10:31 Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar