Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:36 Svanhildur Hólm Valsdóttir og Bjarni Benediktsson. Embætti sendiherra án staðarákvörðunar hefur verið auglýst á Starfatorgi en miklar og ítarlegar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Sjá meira
Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Sjá meira