Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2024 09:41 Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar