Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 08:22 Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun