Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:33 Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun