Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:33 Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra strandveiðifólk. Nýverið spurði Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, alla stjórnmálaflokka um afstöðu þeirra til strandveiða. Píratar vilja svo sannarlega styrkja strandveiðar og hafa verið með samþykkta stefnu um frjálsar handfæraveiðar allt frá árinu 2016. Þær eru umhverfisvænar og myndu styrkja byggð um land allt – og styðja við þær 700 fjölskyldur sem hafa beina afkomu af strandveiðum. Jafnframt myndu afleidd störf bætast við, þjónusta eflast og fiskmarkaðir lifna við. Þar sem lausnir okkar Pírata felast í róttækum breytingum þá höfum við þrepaskipt leiðinni að frjálsum handfæraveiðum og styrkingu strandveiðikerfisins. Margt þarf að lagfæra hér á landi við fiskveiðistjórnun í heild sinni, á borð við kvótakerfið, strandveiðar og byggðakvóta. Sumt af því er mjög einfalt – annað flóknara. 12 dagar – ekkert stopp Fyrst þarf að tryggja hverjum bát á strandveiðum 12 veiðidaga í þá mánuði sem vertíðin stendur yfir, án stöðvunarheimildar. Þetta tryggir jafnræði milli landsvæða og alls strandveiðifólks, ásamt því að auka fyrirsjáanleika og öryggi. Allir eru með 48 dagana trygga og freistast því ekki út á sjó í brælu til að ná sem mestu fyrir stopp. Stöðvunarheimildin er eitur og verður að fara strax. Við vöruðum við ójafnræði núverandi kerfis á milli svæða inni á þingi og í atvinnuveganefnd þingsins þegar því var komið á fót árið 2018. Lengri vertíð Síðan mætti lengja vertíðina í sex mánuði því fiskgengdin er þannig að þau fyrir vestan vilja jafnvel byrja fyrr en í maí, á meðan þau sem róa fyrir norðaustan og sunnan vildu gjarnan veiða lengur en út ágúst. Hálfs árs vertíð með 48 til 60 örugga veiðidaga væri kærkomin í stað núverandi kerfis. Banndagana í burtu Við teljum einnig að strandveiðifólk eigi að geta valið hvenær er róið. Í núverandi kerfi er bannað að róa á föstudögum, um helgar og á almennum frídögum. Margir ná aldrei 12 dögum í júní vegna þessara takmarkana. Stuttur mánuður, margir frídagar og oft bræla. Þá kemur aftur freistingin til að róa þegar vont er í sjóinn. Stærri skip út fyrir 12 mílur Ein forsendan fyrir því að hægt sé að gefa handfæraveiðar frjálsar er að banna stærri skipum og togurum að veiða innan 12 mílna. Leyfum minni bátunum að veiða nær landi. Það eyðileggur hafsbotninn að leyfa stærri skipum að toga svo nærri landi. Ofveiði frjálsra handfæraveiða er ómöguleg vegna þess að veiðigetan er lítil. Hræðslan við að öll þjóðin hendi sér á handfæraveiðar er óþörf. Þetta er erfiðisvinna og alls ekki fyrir alla. Þorskstofninn hrynur ekki við þessar breytingar. Áfram umhverfisvænar strandveiðar Við teljum þetta vel hægt en stórútgerðin vill engar breytingar og á meðan við kjósum sömu stjórnmálaflokkana sem hlusta og trúa einungis áróðri SFS, þá breytist ekkert. Sama óvissan. Sama kapphlaupið vegna stöðvunarheimildarinnar. Sama bixið. Allir vita að byggðakvótinn virkar ekki en enginn gerir neitt. Gangi ykkur vel í ykkar hagsmunabaráttu innan Strandveiðifélags Íslands, við Píratar erum svo sannarlega með ykkur í liði! Áfram strandveiðar! Höfundur skipar 2. sæti hjá Pírötum í Suðurkjördæmi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun