Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 16:46 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Vísir Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu. „Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður. Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður.
Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira