Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 14:23 Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar