ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:41 Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir ADHD Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun