Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 26. nóvember 2024 12:43 Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp með sjö milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar var samþykkt á Alþingi af tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn þeirra höfðu ekki umboð þjóðarinnar til slíkra verka. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þeir aðeins 20% stuðning kjósenda, eru langt frá því að njóta trausts þjóðarinnar. Þjóðinn vill ekki taka þátt í vopnakaupum Fyrir fáeinum mánuðum valdi þjóðin forseta sem í kosningabaráttu sinni hafnaði alfarið vopnakaupum og tók afgerandi afstöðu með átaki til friðar. Sagðist heyra mikinn samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi. Vopnakaup væru hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið. Öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Við ættum að hjálpa með öðrum hætti en að senda vopn á vígvöllinn og vel væri hægt að semja um aðrar lausnir en þær að fjármagna vopnakaup. Þessi friðarboðskapur Höllu Tómasdóttur átti vafalaust stóran þátt í að hún náði kjöri sem forseti Íslands. Lofaði að gefa þjóðinni úrslitaatkvæði Halla Tómasdóttir birti þennan texta um málsskotsrétt forseta á heimasíðu sinni fyrir forsetaframboðið 2024: "Forseti Íslands hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar heimild til að vísa lögum í dóm þjóðarinnar. Málskotsrétturinn er mikilvægur öryggisventill, sem Halla er staðráðin í að nýta ef svo virðist sem gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hún telur mikilvægt að umgangast málskotsréttinn af virðingu og minnir á að forseta beri að hlusta vel á öll sjónarmið áður en komist er að þeirri niðurstöðu að þjóðin þurfi að hafa úrslitavald með atkvæðagreiðslu um hvort lögin öðlast gildi. Þetta gætu verið tilvik á borð við mannréttindi og grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða eins og var í tilfelli Icesave." Í Forystusæti RÚV varðandi málskotsrétt forseta segist Halla muni standa í lappir ef þörf er á. Ólafur Ragnar hafi gert rétt í að synja Icesave-samningum staðfestingar. „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ Í kappræðum mbl.is 31 maí sagði Halla Tómasdóttir: “Og nú spyr þjóðin um málskotsréttinn vegna þess að traustið á Alþingi er lágt og ég óttast ekki að nýta hann,“. Vopnakaupin eru landráð Vopnakaup þvert á þjóðarvilja, ekki til varnar landsins, fjármögnuð af skattfé Íslendinga, til styrjaldar í fjarlægu landi utan NATO, eru um leið stríðsyfirlýsing og ögrun gegn stórveldi búið kjarnorkuvopnum sem hefur hótað að svara fyrir sig. Þannig er Íslenskri þjóð stefnt í verulega hættu af glannalegum stjórnarathöfnum. Vopnakaupin eru á skjön við þjóðaröryggisstefnu landsins, NATO samninginn og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að stofna öryggi ríkisins í hættu með stuðningi við erlent ríki eru landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Rökfærslur fyrir landráði komu fram í tveimur umsögnum til Alþingis um Fjárlagafrumvarpið sem lágu fyrir þegar vopnakaupin voru samþykkt þar í trássi við vilja þjóðarinnar af þingmönnum starfsstjórnar sem njóta ekki lengur trausts almennings. Í umsögnum Friðar 2000 og Hildar Þórðardóttur fyrrum forsetaframbjóðanda sem stutt var af lögfræðiáliti voru færð rök fyrir því hversvegna vopnakaupin eru landráð. Mun forseti Íslands standa vörð um framtíð þjóðarinnar? Mun Halla Tómasdóttir beita málsskotsréttinum til að afstýra því stórslysi að rótgróin Íslensk friðarmenning víki fyrir ofbeldisfullri heimsvaldastefnu og viðskiptahagsmunum hergagnaframleiðanda sem hafa þjóð okkar og leiðtoga að leiksoppi? Eftir að hafa skoðað með lögmönnum vopnakaupin sem þegar hafa átt sér stað, og þá milljarða aukningu sem ráðgerð er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025 er það niðurstaða Alþjóðastofnunarinnar Friðar 2000 að ráðamenn hafi framið landráð. Mun Halla Tómasdóttir svíkja kjósendur? Mun Halla standa við kosningaloforðin og hafna vopnakaupum? Eða mun hún sem forseti að svíkja sína kjósendur og sjálf fremja landráð? Sem forseti hlýtur Halla Tómasdóttir einnig að taka tillit til þess að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar. Nú er komin upp sú staða að alþingismenn sem njóta ekki verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar hafa lagt á ráðin með vopnakaup Íslendinga. Hvorki þessir alþingismenn né forseti Íslands hafa umboð til vopnakaupa frá þjóðinni. Halla Tómasdóttir hefur ekki svarað Friður 2000 hefur sent erindi til forseta Íslands ásamt undirskriftum á annað þúsund Íslendinga og leitað eftir afgerandi svari við því hvað forsetinn ætli að gera nú þegar vopnakaupin koma til henn ákvörðunar. Þrátt fyrir ítrekanir og símtöl hefur svar ekki borist. Á vefnum www.austurvollur.is má finna nánari upplýsingar. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun