„Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:53 Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar