Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:11 Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu í morgun. Vísir/Bylgjan „Ertu búinn?“ spurði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í orðaskaki við Heimi Karlsson, einn þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni, þegar síðarnefndi sagði marga velta því fyrir sér í hvað skattpeningarnir væru að fara. „Það er verið að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut; það fara 20 milljarðar á ári í að byggja þessa mikilvægustu lykilstofnun í heilbrigðiskerfinu. Við höfum verið að bæta í stuðningskerfin okkar. Núna á þessu ári þá samþykktum við nýtt kerfi fyrir örorkulífeyrisgreiðslur. Fyrir nokkrum árum síðan endurskoðuðum við ellilífeyrisgreiðslukerfið. Við höfum verið að gera margvíslegar breytingar á félagslegu stuðningsneti, sem birtist auðvitað í fjárlögunum okkar,“ sagði Bjarni. „Öll samfélög glíma við áskoranir; það á ekki bara við á Íslandi. Það á við á Norðurlöndunum, þar sem er mikil mannekla í heilbrigðiskerfinum, eins og við erum líka ða fást við. Þetta eru bara áskoranir sem við sem samfélag tökumst á við á hverjum tíma og vöxum út úr. Heilt yfir þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er að standa sig bara framúrskarandi vel á mjög marga mælikvarða. En auðvitað eru áskoranir. Og þær birtast okkur víða í samfélaginu; við erum líka mikið að tala um menntamálin í aðdraganda þessara kosninga og við sjáum að það er ekki vegna vanfjármögnunar í menntamálum sem við erum ekki að fá nægilega góðar niðurstöður í alþjóðlegum mælingum, heldur vegna þess að við þurfum aðeins að líta inn á við og skoða hvernig við getum með breyttum aðferðum, öðruvísi samtali milli foreldra og skóla og skóla við stjórnkerfið. Breytt reglum, eins og tekið upp samræmd próf, og dýpkað getu okkar bara til þess að ná meiri árangri.“ Heimir útskýrði spurningu sína til Bjarna þannig að hann væri ekki að segja að það væru ekki nægir peningar í kerfinu, heldur virtist ekki vera farið nóg vel með þá. Bjarni tók undir þetta að því leyti að hann sagði víða hægt að finna dæmi þar sem betur mætti forgangsraða. Það væri það sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir; að fara betur með opinbert fé. Heimir vitnaði til skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 þar sem segir að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum landsins næmi 420 milljörðum króna. „Svo það er ekki nema von ég spyrji,“ sagði hann. „Já, já sko... menn geta reiknað sig niður á alls konar svona stærðir í einhverjum fullkomnum heimi,“ svaraði Bjarni. „En það býr enginn í fullkomnum heimi. Ég veit ekki hvort þið hafið farið til Bandaríkjanna eða ferðast víða um Evrópu en það er alls staðar innviðaskuld. Þetta eru tölur sem eru fundnar út úr því með því að spyrja sig: Ef við byggjum í fullkomnum heimi, hvernig hefði þá allt saman verið?“ Meirihluta þeirrar aukingar sem orðið hefði á ríkisútgjöldum síðustu ár hefði farið í launa- og bótagreiðslur; að fylgja launaþróun í landinu. „Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega í ríkisfjármálaumræðu eru að spyrja bara: Hvað varð um allt þetta fé? Jú, við erum auðvitað að greiða laun, við erum að greiða bætur og við erum að setja í mikilvæga innviði. Við höfum verið að byggja upp landið okkar víða. Ég er hérna fyrir vestan; það hafa orðið miklar framfarir hérna, ef við skoðum Vestfirðina, bara síðustu árin. Hver man ekki eftir löngum umræðum og deilum um Teigskóg? Nú er þetta allt saman að gerast og hægt að nefna dæmi víðar af landinu.“ Bítið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
„Það er verið að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut; það fara 20 milljarðar á ári í að byggja þessa mikilvægustu lykilstofnun í heilbrigðiskerfinu. Við höfum verið að bæta í stuðningskerfin okkar. Núna á þessu ári þá samþykktum við nýtt kerfi fyrir örorkulífeyrisgreiðslur. Fyrir nokkrum árum síðan endurskoðuðum við ellilífeyrisgreiðslukerfið. Við höfum verið að gera margvíslegar breytingar á félagslegu stuðningsneti, sem birtist auðvitað í fjárlögunum okkar,“ sagði Bjarni. „Öll samfélög glíma við áskoranir; það á ekki bara við á Íslandi. Það á við á Norðurlöndunum, þar sem er mikil mannekla í heilbrigðiskerfinum, eins og við erum líka ða fást við. Þetta eru bara áskoranir sem við sem samfélag tökumst á við á hverjum tíma og vöxum út úr. Heilt yfir þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er að standa sig bara framúrskarandi vel á mjög marga mælikvarða. En auðvitað eru áskoranir. Og þær birtast okkur víða í samfélaginu; við erum líka mikið að tala um menntamálin í aðdraganda þessara kosninga og við sjáum að það er ekki vegna vanfjármögnunar í menntamálum sem við erum ekki að fá nægilega góðar niðurstöður í alþjóðlegum mælingum, heldur vegna þess að við þurfum aðeins að líta inn á við og skoða hvernig við getum með breyttum aðferðum, öðruvísi samtali milli foreldra og skóla og skóla við stjórnkerfið. Breytt reglum, eins og tekið upp samræmd próf, og dýpkað getu okkar bara til þess að ná meiri árangri.“ Heimir útskýrði spurningu sína til Bjarna þannig að hann væri ekki að segja að það væru ekki nægir peningar í kerfinu, heldur virtist ekki vera farið nóg vel með þá. Bjarni tók undir þetta að því leyti að hann sagði víða hægt að finna dæmi þar sem betur mætti forgangsraða. Það væri það sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir; að fara betur með opinbert fé. Heimir vitnaði til skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 þar sem segir að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum landsins næmi 420 milljörðum króna. „Svo það er ekki nema von ég spyrji,“ sagði hann. „Já, já sko... menn geta reiknað sig niður á alls konar svona stærðir í einhverjum fullkomnum heimi,“ svaraði Bjarni. „En það býr enginn í fullkomnum heimi. Ég veit ekki hvort þið hafið farið til Bandaríkjanna eða ferðast víða um Evrópu en það er alls staðar innviðaskuld. Þetta eru tölur sem eru fundnar út úr því með því að spyrja sig: Ef við byggjum í fullkomnum heimi, hvernig hefði þá allt saman verið?“ Meirihluta þeirrar aukingar sem orðið hefði á ríkisútgjöldum síðustu ár hefði farið í launa- og bótagreiðslur; að fylgja launaþróun í landinu. „Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega í ríkisfjármálaumræðu eru að spyrja bara: Hvað varð um allt þetta fé? Jú, við erum auðvitað að greiða laun, við erum að greiða bætur og við erum að setja í mikilvæga innviði. Við höfum verið að byggja upp landið okkar víða. Ég er hérna fyrir vestan; það hafa orðið miklar framfarir hérna, ef við skoðum Vestfirðina, bara síðustu árin. Hver man ekki eftir löngum umræðum og deilum um Teigskóg? Nú er þetta allt saman að gerast og hægt að nefna dæmi víðar af landinu.“
Bítið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira