Carragher segir Salah vera eigingjarnan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Liverpool á tímabilinu. Getty/ John Powell Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira