Carragher segir Salah vera eigingjarnan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Liverpool á tímabilinu. Getty/ John Powell Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira