Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 11:52 Óvissa er í veðurspám en þó taldar nokkrar líkur á norðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu sunnalands. Vísir/Vilhelm Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03