Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar 25. nóvember 2024 10:10 Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun