Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar 25. nóvember 2024 10:10 Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun