Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Akranes Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun