Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 20:03 Verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði vísar því algjörlega á bug að jólasveinninn í Hellisgerði hafi verið drukkinn um helgina. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn. „Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna. Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna.
Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira