Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:31 Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun