Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar 23. nóvember 2024 10:47 „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
„Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun