Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:01 Amorim er mættur til leiks. Ash Donelon/Getty Images Rúben Amorim sagði alla réttu hlutina og sjálfstraustið hreinlega lak af hinum 39 ára gamla Portúgala þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir leik Manchester United og Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Amorim tók eins og flest sem fylgjast með knattspyrnu vita við stjórnartaumunum á Old Trafford nú í landsleikjahléinu sem er nýlokið. Eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn tók Ruud van Nistelrooy við tímabundið og stóð sig með prýði. Framherjinn fyrrverandi er hins vegar horfinn á braut og nú er komið að Amorim. Á hann að reyna snúa gengi liðsins við, eitthvað sem David Moyes, Ryan Giggs, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og Erik ten Hag tókst ekki. „Það hafa verið mismunandi þjálfarar en sama niðurstaðan. Við munum reyna að fara Ineos-leiðina (eigendur félagsins), mína leið,“ sagði Amorim meðal annars á blaðamannafundinum. Portúgalinn er mikill aðdáandi José Mourinho og var spurður út í hvað þeir ættu sameiginlegt. Þjálfarinn hrósaði Mourinho en tók fram að „ég er annar maður.“ Jafnframt benti hann á hversu ungur hann væri og það gæti hjálpað honum að tengja við nýja kynslóð leikmanna. Amorim var þó ekki eingöngu jákvæðnin uppmáluð og benti á að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að hlaupa til baka. „Ég vil taka smá áhættu. Ég trúi á leikstílinn og hvernig við viljum spila. Leikmennirnir munu trúa leika, það er engin önnur leið. Við munum aðlaga leikmenn að því sem við viljum. Á sunnudag munuð þið ekki sjá mikla breytingu á byrjunarliðinu en þið munuð sjá mun í leiknum. Hvernig leikmenn staðsetja sig og hvernig þeir taka við boltanum.“ Amorim náði hins vegar ekki að tjá sig um meidda leikmenn Rauðu djöflanna en Kobbie Mainoo sást á fyrstu æfingum Portúgalans en enski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli. Leikur nýliða Ipswich Town og Man Utd fer fram klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira