FH lenti í engum vandræðum gegn ÍR og var sóknarleikur liðsins í öðrum gæðaflokki en hjá liði heimamanna. Birgir Már Birgisson fór fyrir gestunum og skoraði 9 af 41 marki FH-liðsins. Jóhannes Berg Andrason kom þar á eftir með 6 mörk. Í markinu vörðu þeir Daníel Freyr Andrésson (16) og Birkir Fannar Bragason (5) samtals 21 skot.
Jökull Blöndal Björnsson skoraði 5 mörk í liði ÍR á meðan Ólafur Rafn Gíslason (13) og Alexander Ásgrímsson (5) vörðu 18 skot í markinu.
Á Akureyru vann KA fjögurra marka sigur á Fjölni, lokatölur 27-23. Ott Varik var markahæstur hjá KA með 7 mörk. Þar á eftir kom Einar Rafn Eiðsson með 6 mörk. Í markinu varði Nicolai Horntvedt Kristensen 20 skot og var með 49 prósent markvörslu.
Í liði Fjölnis skoraði Björgvin Páll Rúnarsson 7 mörk á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 15 skot í markinu.
Í Kópavogi voru Eyjamenn í heimsókn. Voru gestirnir sendir stigalausir heim, lokatölur 32-24. Andri Þór Helgason og Ágúst Guðmundsson voru markahæstir hjá HK með 7 mörk hvor á meðan Jovan Kukobat varði 13 skot í markinu.
Hjá Eyjamönnum voru Sigtryggur Daði Rúnarsson og Andri Erlingsson markahæstir með 6 mörk hvor. Í markinu vörðu Pavel Miskevich (9) og Petar Jokanovic (3) samtals 12 skot.
Í Mosfellsbæ var Grótta í heimsókn og voru gestirnir þar einnig sendir stigalausir heim, lokatölur 32-28. Blær Hinriksson var markahæstur með 9 mörk í liði Aftureldingar á meðan Einar Baldvin Baldvinsson (11) og Brynjar Vignir Sigurjónsson (3) vörðu 14 skot í markinu.
Gunnar Hrafn Pálsson var markahæstur hjá Gróttu með 7 mörk á meðan Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot í markinu.
Stöðuna í Olís-deild karla má finna á vef HSÍ.