Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar 23. nóvember 2024 08:32 Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun