Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2024 16:03 Það var erfiður dagur á skrifstofunni hjá Ruben Amorim í dag Vísir/Getty Rúben Amorim stýrði Manchester United í fyrsta sinn í dag þegar liðið sótti nýliða Ipswich Town heim. Þrátt fyrir draumabyrjun tókst United ekki að sækja sigur í fyrsta leik Amorim. Marcus Rashford kom United yfir með góðu marki strax á 2. mínútu en það reyndist eina mark gestanna í leiknum. Þrátt fyrir að vera töluvert meira með boltann var kunnulegt stef í sóknarleik liðsins í dag en liðið skapaði varla markvert færi eftir markið. Omari Hutchinson jafnaði metin með hnitmiðuðu skoti rétt fyrir hálfleik. Onana átti ekki séns í markinu þar sem boltinn breytti um stefnu þegar hann straukst við kollinn á Noussair Mazraoui. 1-1 jafntefli niðurstaðan sem hljóta að teljast vonbrigði fyrir United menn sem vonuðust eflaust eftir að öll vandamál heimsins myndu leysast með nýjum stjóra. Amorim fær nú tvo heimaleiki í röð til að setja mark sitt á liðið og sækja úrslit. United mætir Bodø/Glimt í Evrópuleik á fimmtudaginn og á svo heimaleik í deildinni gegn Everton eftir viku. Enski boltinn
Rúben Amorim stýrði Manchester United í fyrsta sinn í dag þegar liðið sótti nýliða Ipswich Town heim. Þrátt fyrir draumabyrjun tókst United ekki að sækja sigur í fyrsta leik Amorim. Marcus Rashford kom United yfir með góðu marki strax á 2. mínútu en það reyndist eina mark gestanna í leiknum. Þrátt fyrir að vera töluvert meira með boltann var kunnulegt stef í sóknarleik liðsins í dag en liðið skapaði varla markvert færi eftir markið. Omari Hutchinson jafnaði metin með hnitmiðuðu skoti rétt fyrir hálfleik. Onana átti ekki séns í markinu þar sem boltinn breytti um stefnu þegar hann straukst við kollinn á Noussair Mazraoui. 1-1 jafntefli niðurstaðan sem hljóta að teljast vonbrigði fyrir United menn sem vonuðust eflaust eftir að öll vandamál heimsins myndu leysast með nýjum stjóra. Amorim fær nú tvo heimaleiki í röð til að setja mark sitt á liðið og sækja úrslit. United mætir Bodø/Glimt í Evrópuleik á fimmtudaginn og á svo heimaleik í deildinni gegn Everton eftir viku.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti