Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar 22. nóvember 2024 09:47 Í aðdraganda kosninga vaknar alltaf sama spurningin: um hvaða málefni munum við kjósa? Í lýðræðissamfélagi er ekki alveg ljóst hver hefur dagskrárvaldið: eru það stjórnmálaflokkarnir sem setja ákveðin mál á dagskrá með því að hafa þau ofarlega á stefnuskrá sinni og fjalla um þau í blaðagreinum og viðtölum? Eru það kjósendur sem ráða ferðinni með því að svara könnunum um hvað sé þeim efst í huga? Eða eru það fjölmiðlar sem vísa veginn með því að semja spurningar til stjórnmálamanna og flytja fréttir af þeim málum sem þeim finnst skipta mestu máli? Líklega er það einhver blanda af öllu þessu, en kannanir hafa nú sýnt hvað virðist koma út úr þessum hrærigraut: þegar kjósendur eru spurðir hvaða einstaka málefni þau telji mikilvægast svara flestir efnahagsmál (26%), og þá eru háir vextir og verðbólga töluvert í umræðunni. Við fyrstu sýn er þessi niðurstaða skýr, en hvað þýðir það í raun og veru að „setja efnahagsmálin í forgang“? Sumir myndu svara því að það snúist um að koma böndum á verðbólgu og vexti, aðrir myndu segja að það snúist um að búa við stöðugleika og heilbrigt hagkerfi. En hvað er átt við með „heilbrigt hagkerfi“? Hvað við gerum næstu fjögur árin ræðst af einmitt af því, hvernig við skilgreinum slíkt heilbrigði. Þegar kemur að þessu eru flokkarnir sammála um sumt, en ósammála um annað. Þó að fjölmiðlar vilji gjarnan leggja áherslu á það sem flokkarnir eru ósammála um, er í rauninni full ástæða til að draga athyglina að því sem þeir eru sammála um. Háir vextir: sjúkdómur eða einkenni? Eitt af því sem flokkarnir eru sammála um er að vextir séu of háir og bitni þannig á kaupmátt almennings. Okkur er þess vegna lofað lækkun vaxta en með þessu er væntanlega ekki átt við að næsta ríkisstjórn muni brjótast inn í seðlabankann með heykvíslum og rífa til sín vaxtaákvörðunarvaldið, heldur frekar að hún muni reyna að skapa aðstæður sem geta gert Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þar sem háir vextir eru fyrst og fremst fylgifiskur hárrar verðbólgu virðist liggja beinast við að draga úr verðbólgu, og þá komum við að spurningunni: hvernig virkar verðbólga? Hagfræðin segir okkur að þegar eftirspurn eftir vöru og þjónustu er meira en framboðið, þá hækkar verð og þar með myndast verðbólga. Eftirspurn ræðst fyrst og fremst af magni peninga í umferð en framboð ræðst af framleiðslugetu. Ímyndum okkur markaðstorg í litlu þorpi þar sem eina söluvaran er gulrætur. Þorpsbúar eru 100 talsins, fjöldi gulróta á markaði er líka 100 og hver þorpsbúi á markaðnum hefur yfir að ráða 100 krónur. Þorpsbúarnir vilja kaupa sem mest af gulrótum og gulrótabændurnir vilja selja sem mest, en geta þó ekki selt gulrótina dýrari en 100 krónur þar sem enginn ætti þá efni á henni. Að öllum líkindum myndi verðið á gulrótinni haldast í 100 krónur á slíkum markaði og þannig næðist fullkomið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Nema hvað, borgararnir í þessu litla samfélagi eru einstaklega hrifnir af gulrótum og biðja þá yfirvöld um að prenta fleiri peninga svo að þeir geti keypt fleiri gulrætur. Yfirvöld verða við beiðnina, ræsa prentvélina og þannig eykst peningamagn í umferð um 100% (tvöföldun). Hver borgari mætir nú á gulrótamarkaðinn með 200 krónur í stað 100. Þegar þar er komið við sögu getur tvennt gerst: ef bændurnir hafa getu og vilja til að tvöfalda gulrótaframleiðsluna, þá geta þeir selt gulrótina á sama verði og áður (100 krónur) og selt samtals 200 gulrætur í stað 100. Hver borgari snýr þá heim með 2 gulrætur í hendi og bros á vör og allir græða á gjörningnum. Ef bændurnir geta hins vegar ekki aukið framleiðsluna, af einhverjum ástæðum, er þá komið babb í bátinn. Þar sem framleiðslan hefur ekki aukist í sama mæli og magn peninga í umferð er eftirspurnin nú orðin tvöfalt meiri en framboðið. Borgararnir munu þá reyna að yfirbjóða hvern annan þangað til verðið á gulrótinni er komið upp í 200 krónur og verðbólgan hefur þannig „leyst málið“: hver borgari snýr heim með eina gulrót eins og í upphafi, þrátt fyrir að hafa mætt á markaðinn með tvöfalt meiri pening en síðast. Þetta litla dæmi segir okkur tvennt: annars vegar að verðbólga er einkenni frekar en sjúkdómur, eins og hár líkamshiti er einkenni flensunnar en ekki orsök hennar. Stjórnmálaflokkar sem lofa kjósendum að „koma böndum á verðbólgunni“ eða lækka vexti eru í raun að benda á einkennin en verða þá að svara því hvernig þeir hyggjast lækna sjúkdóminn sjálfan. Þar sem sjúkdómurinn felst í ójafnvægi er aðeins um tvær leiðir að ræða: annað hvort að draga úr eftirspurn með því að draga úr peningamagni í umferð (sem er það sem seðlabankar gera með því að hækka stýrivexti), eða að auka framboð með því að sjá til þess að bændur auki framleiðslu sína á gulrótum. Það gefur auga leið að í samfélagi þar sem borgarar eru sérlega sólgnir í gulrætur er fyrri kosturinn (að draga úr peningamagni í umferð) ekki líklegur til vinsælda. Það mætti jafnvel líkja hann við svik: borgurunum var fyrst lofað fleiri gulrætur en nú á að innkalla þá peninga sem áttu að gera þeim kleift að láta drauminn rætast. Seinni kosturinn, að tvöfalda gulrótauppskeruna, er miklu líklegri til vinsælda og verður þess vegna ævinlega fyrir valinu. Nema hvað, hann dugar ekki alltaf, og honum fylgja ýmis önnur vandamál. Af hverju ekki bara að rækta fleiri gulrætur? Það að tvöfalda gulrótauppskeruna kalla hagfræðingar að „stuðla að hagvexti“ eða „skapa verðmæti“. Því meira sem við framleiðum, því meira getum við neytt, hvort sem við notum framleiðsluna sjálf eða flytjum hana út í skiptum fyrir aðra framleiðslu. Hagkerfið er ekkert annað, í sinni einföldustu mynd, en tæki til að umbreyta auðlindir úr umhverfinu yfir í hluti sem við teljum gagnlega, og peningar eru ekkert annað en loforð um framleiðslu í náinni eða fjarlægðri framtíð. Ef forsendurnar sem loforðið byggir á reynast ekki vera til staðar myndast verðbólga, eða „svikið loforð“. Á síðustu 200 árum höfum við vanist því að leysa ýmis samfélagsleg vandamál með því að prenta peninga, eða með öðrum orðum, lofa aukna framleiðslu í framtíðinni. Oftast hefur það virkað ágætlega, hagvöxturinn hefur komið til bjargar og framleiðslan hefur aukist á svipuðum hraða og peningamagn í umferð. En getum við treyst á að áfram verði hægt að leysa málin með sama hætti? Stærri gulrótauppskera felur í sér aðgangur að ýmsum auðlindum og aðföngum: landi, áburði og landbúnaðartækjum, ásamt orku til að knýja þau tæki. Þess aðföng eru því miður ekki til í ótakmörkuðu magni. Spurningin er því ekki hvort, heldur hvenær, þeim fer að skorta. Með sama hætti er hagvöxtur háður aðgengi að ýmsum auðlindum sem reynist sífellt erfiðara að sækja. Vöxtur í olíuframleiðslu í heiminum mældist til dæmis í kringum 10% á ári á árunum eftir stríð, en í dag er hann nánast enginn. Myndritin hér að neðan sýna að sífellt hefur dregið úr hagvexti bæði í Evrópu almennt sem og á Íslandi síðan 1970 (þróunin hefur verið svipuð í Bandaríkjunum). Þetta ætti reyndar ekki að koma neinum á óvart: árið 1972 gáfu nokkrir vísindamenn frá MIT út skýrslu undir titlinum Endimörk hagvaxtarins. Meginskilaboð skýrslunnar voru þau að endalaus hagvöxtur í heimi takmarkaðra auðlinda væri ekki mögulegur. Tölvulíkan þeirra komst að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur gæti haldið áfram næstu 50 árin eða svo, en að stærð heimshagkerfisins myndi ná hámarki á fyrri hluta 21. aldar og byrja að dragast saman hratt eftir það. Nú þegar eru mörg merki um að sú spá sé að rætast (verðbólga, dvínandi hagvöxtur, atvinnuleysi, aukin skuldsetning ríkja og pólitískur óstöðugleiki), en í sumum löndum Suður-Evrópu hefur ekki mælst neinn hagvöxtur síðastliðin 20 ár. Spurningarnar sem enginn spyr Þrátt fyrir augljós merki um að hagvaxtartímabilið sé að koma á enda hafa stjórnmálaleiðtogar haldið áfram að byggja framtíðaráætlanir á væntingum um áframhaldandi hagvöxt og loforðum um gull og græna skóga. Svikin loforð af þessu tagi munu óhjákvæmilega leiða til verðbólgu, og ýta um leið undir uppnám og tortryggni kjósenda gagnvart hefðbundnum stjórnmálum. Þessi tortryggni er nú þegar sýnileg og hefur reynst vatn á myllu ýmissa uppreisnarmanna (gjarnan kallaðir „popúlistar“ þó að hugtakið sé ekki endilega rétt valið) sem eru margir hverjir farnir að draga í efa gildi á borð við lýðræði og mannréttindi. Stjórnmálaflokkar sem neita að horfast í augu við endimörk hagvaxtarins eru að leika sér að eldinum. Þeir eru að fóðra svekkelsi og tortryggni framtíðarinnar, og eyða dýrmætum tíma og orku sem væri betur varið í að spyrja þær spurningar sem mestu máli munu skipta fyrir hagkerfi framtíðarinnar: Ef við getum ekki lengur leyst vandamál með því að stækka kökuna, hvernig förum við þá að? Getum við skipt kökunni öðruvísi? Getum við forgangsraðað öðruvísi? Getur hagkerfi verið heilbrigt án þess að vaxa? Getum við lifað góðu lífi þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að efnislegum gæðum? Hvernig tryggjum við stöðugleika í heimi sem einkennist af truflunum á framleiðslukeðjum, tíðari náttúruhamförum og vaxandi átökum vegna aðsóknar í þverrandi náttúruauðlindir? Þetta eru spurningarnar sem enginn spyr, enda svörin ekki einföld, en fyrr eða seinna þurfum við að svara þeim. Því fyrr, því betra… Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og pistlahöfundur á kolefniogmenn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga vaknar alltaf sama spurningin: um hvaða málefni munum við kjósa? Í lýðræðissamfélagi er ekki alveg ljóst hver hefur dagskrárvaldið: eru það stjórnmálaflokkarnir sem setja ákveðin mál á dagskrá með því að hafa þau ofarlega á stefnuskrá sinni og fjalla um þau í blaðagreinum og viðtölum? Eru það kjósendur sem ráða ferðinni með því að svara könnunum um hvað sé þeim efst í huga? Eða eru það fjölmiðlar sem vísa veginn með því að semja spurningar til stjórnmálamanna og flytja fréttir af þeim málum sem þeim finnst skipta mestu máli? Líklega er það einhver blanda af öllu þessu, en kannanir hafa nú sýnt hvað virðist koma út úr þessum hrærigraut: þegar kjósendur eru spurðir hvaða einstaka málefni þau telji mikilvægast svara flestir efnahagsmál (26%), og þá eru háir vextir og verðbólga töluvert í umræðunni. Við fyrstu sýn er þessi niðurstaða skýr, en hvað þýðir það í raun og veru að „setja efnahagsmálin í forgang“? Sumir myndu svara því að það snúist um að koma böndum á verðbólgu og vexti, aðrir myndu segja að það snúist um að búa við stöðugleika og heilbrigt hagkerfi. En hvað er átt við með „heilbrigt hagkerfi“? Hvað við gerum næstu fjögur árin ræðst af einmitt af því, hvernig við skilgreinum slíkt heilbrigði. Þegar kemur að þessu eru flokkarnir sammála um sumt, en ósammála um annað. Þó að fjölmiðlar vilji gjarnan leggja áherslu á það sem flokkarnir eru ósammála um, er í rauninni full ástæða til að draga athyglina að því sem þeir eru sammála um. Háir vextir: sjúkdómur eða einkenni? Eitt af því sem flokkarnir eru sammála um er að vextir séu of háir og bitni þannig á kaupmátt almennings. Okkur er þess vegna lofað lækkun vaxta en með þessu er væntanlega ekki átt við að næsta ríkisstjórn muni brjótast inn í seðlabankann með heykvíslum og rífa til sín vaxtaákvörðunarvaldið, heldur frekar að hún muni reyna að skapa aðstæður sem geta gert Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þar sem háir vextir eru fyrst og fremst fylgifiskur hárrar verðbólgu virðist liggja beinast við að draga úr verðbólgu, og þá komum við að spurningunni: hvernig virkar verðbólga? Hagfræðin segir okkur að þegar eftirspurn eftir vöru og þjónustu er meira en framboðið, þá hækkar verð og þar með myndast verðbólga. Eftirspurn ræðst fyrst og fremst af magni peninga í umferð en framboð ræðst af framleiðslugetu. Ímyndum okkur markaðstorg í litlu þorpi þar sem eina söluvaran er gulrætur. Þorpsbúar eru 100 talsins, fjöldi gulróta á markaði er líka 100 og hver þorpsbúi á markaðnum hefur yfir að ráða 100 krónur. Þorpsbúarnir vilja kaupa sem mest af gulrótum og gulrótabændurnir vilja selja sem mest, en geta þó ekki selt gulrótina dýrari en 100 krónur þar sem enginn ætti þá efni á henni. Að öllum líkindum myndi verðið á gulrótinni haldast í 100 krónur á slíkum markaði og þannig næðist fullkomið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Nema hvað, borgararnir í þessu litla samfélagi eru einstaklega hrifnir af gulrótum og biðja þá yfirvöld um að prenta fleiri peninga svo að þeir geti keypt fleiri gulrætur. Yfirvöld verða við beiðnina, ræsa prentvélina og þannig eykst peningamagn í umferð um 100% (tvöföldun). Hver borgari mætir nú á gulrótamarkaðinn með 200 krónur í stað 100. Þegar þar er komið við sögu getur tvennt gerst: ef bændurnir hafa getu og vilja til að tvöfalda gulrótaframleiðsluna, þá geta þeir selt gulrótina á sama verði og áður (100 krónur) og selt samtals 200 gulrætur í stað 100. Hver borgari snýr þá heim með 2 gulrætur í hendi og bros á vör og allir græða á gjörningnum. Ef bændurnir geta hins vegar ekki aukið framleiðsluna, af einhverjum ástæðum, er þá komið babb í bátinn. Þar sem framleiðslan hefur ekki aukist í sama mæli og magn peninga í umferð er eftirspurnin nú orðin tvöfalt meiri en framboðið. Borgararnir munu þá reyna að yfirbjóða hvern annan þangað til verðið á gulrótinni er komið upp í 200 krónur og verðbólgan hefur þannig „leyst málið“: hver borgari snýr heim með eina gulrót eins og í upphafi, þrátt fyrir að hafa mætt á markaðinn með tvöfalt meiri pening en síðast. Þetta litla dæmi segir okkur tvennt: annars vegar að verðbólga er einkenni frekar en sjúkdómur, eins og hár líkamshiti er einkenni flensunnar en ekki orsök hennar. Stjórnmálaflokkar sem lofa kjósendum að „koma böndum á verðbólgunni“ eða lækka vexti eru í raun að benda á einkennin en verða þá að svara því hvernig þeir hyggjast lækna sjúkdóminn sjálfan. Þar sem sjúkdómurinn felst í ójafnvægi er aðeins um tvær leiðir að ræða: annað hvort að draga úr eftirspurn með því að draga úr peningamagni í umferð (sem er það sem seðlabankar gera með því að hækka stýrivexti), eða að auka framboð með því að sjá til þess að bændur auki framleiðslu sína á gulrótum. Það gefur auga leið að í samfélagi þar sem borgarar eru sérlega sólgnir í gulrætur er fyrri kosturinn (að draga úr peningamagni í umferð) ekki líklegur til vinsælda. Það mætti jafnvel líkja hann við svik: borgurunum var fyrst lofað fleiri gulrætur en nú á að innkalla þá peninga sem áttu að gera þeim kleift að láta drauminn rætast. Seinni kosturinn, að tvöfalda gulrótauppskeruna, er miklu líklegri til vinsælda og verður þess vegna ævinlega fyrir valinu. Nema hvað, hann dugar ekki alltaf, og honum fylgja ýmis önnur vandamál. Af hverju ekki bara að rækta fleiri gulrætur? Það að tvöfalda gulrótauppskeruna kalla hagfræðingar að „stuðla að hagvexti“ eða „skapa verðmæti“. Því meira sem við framleiðum, því meira getum við neytt, hvort sem við notum framleiðsluna sjálf eða flytjum hana út í skiptum fyrir aðra framleiðslu. Hagkerfið er ekkert annað, í sinni einföldustu mynd, en tæki til að umbreyta auðlindir úr umhverfinu yfir í hluti sem við teljum gagnlega, og peningar eru ekkert annað en loforð um framleiðslu í náinni eða fjarlægðri framtíð. Ef forsendurnar sem loforðið byggir á reynast ekki vera til staðar myndast verðbólga, eða „svikið loforð“. Á síðustu 200 árum höfum við vanist því að leysa ýmis samfélagsleg vandamál með því að prenta peninga, eða með öðrum orðum, lofa aukna framleiðslu í framtíðinni. Oftast hefur það virkað ágætlega, hagvöxturinn hefur komið til bjargar og framleiðslan hefur aukist á svipuðum hraða og peningamagn í umferð. En getum við treyst á að áfram verði hægt að leysa málin með sama hætti? Stærri gulrótauppskera felur í sér aðgangur að ýmsum auðlindum og aðföngum: landi, áburði og landbúnaðartækjum, ásamt orku til að knýja þau tæki. Þess aðföng eru því miður ekki til í ótakmörkuðu magni. Spurningin er því ekki hvort, heldur hvenær, þeim fer að skorta. Með sama hætti er hagvöxtur háður aðgengi að ýmsum auðlindum sem reynist sífellt erfiðara að sækja. Vöxtur í olíuframleiðslu í heiminum mældist til dæmis í kringum 10% á ári á árunum eftir stríð, en í dag er hann nánast enginn. Myndritin hér að neðan sýna að sífellt hefur dregið úr hagvexti bæði í Evrópu almennt sem og á Íslandi síðan 1970 (þróunin hefur verið svipuð í Bandaríkjunum). Þetta ætti reyndar ekki að koma neinum á óvart: árið 1972 gáfu nokkrir vísindamenn frá MIT út skýrslu undir titlinum Endimörk hagvaxtarins. Meginskilaboð skýrslunnar voru þau að endalaus hagvöxtur í heimi takmarkaðra auðlinda væri ekki mögulegur. Tölvulíkan þeirra komst að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur gæti haldið áfram næstu 50 árin eða svo, en að stærð heimshagkerfisins myndi ná hámarki á fyrri hluta 21. aldar og byrja að dragast saman hratt eftir það. Nú þegar eru mörg merki um að sú spá sé að rætast (verðbólga, dvínandi hagvöxtur, atvinnuleysi, aukin skuldsetning ríkja og pólitískur óstöðugleiki), en í sumum löndum Suður-Evrópu hefur ekki mælst neinn hagvöxtur síðastliðin 20 ár. Spurningarnar sem enginn spyr Þrátt fyrir augljós merki um að hagvaxtartímabilið sé að koma á enda hafa stjórnmálaleiðtogar haldið áfram að byggja framtíðaráætlanir á væntingum um áframhaldandi hagvöxt og loforðum um gull og græna skóga. Svikin loforð af þessu tagi munu óhjákvæmilega leiða til verðbólgu, og ýta um leið undir uppnám og tortryggni kjósenda gagnvart hefðbundnum stjórnmálum. Þessi tortryggni er nú þegar sýnileg og hefur reynst vatn á myllu ýmissa uppreisnarmanna (gjarnan kallaðir „popúlistar“ þó að hugtakið sé ekki endilega rétt valið) sem eru margir hverjir farnir að draga í efa gildi á borð við lýðræði og mannréttindi. Stjórnmálaflokkar sem neita að horfast í augu við endimörk hagvaxtarins eru að leika sér að eldinum. Þeir eru að fóðra svekkelsi og tortryggni framtíðarinnar, og eyða dýrmætum tíma og orku sem væri betur varið í að spyrja þær spurningar sem mestu máli munu skipta fyrir hagkerfi framtíðarinnar: Ef við getum ekki lengur leyst vandamál með því að stækka kökuna, hvernig förum við þá að? Getum við skipt kökunni öðruvísi? Getum við forgangsraðað öðruvísi? Getur hagkerfi verið heilbrigt án þess að vaxa? Getum við lifað góðu lífi þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að efnislegum gæðum? Hvernig tryggjum við stöðugleika í heimi sem einkennist af truflunum á framleiðslukeðjum, tíðari náttúruhamförum og vaxandi átökum vegna aðsóknar í þverrandi náttúruauðlindir? Þetta eru spurningarnar sem enginn spyr, enda svörin ekki einföld, en fyrr eða seinna þurfum við að svara þeim. Því fyrr, því betra… Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og pistlahöfundur á kolefniogmenn.is.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun