Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. nóvember 2024 08:16 Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Aldrei verið „high“ á VONÍUM? Kjaftæði! Reyniði ekki að þræta fyrir það. Þið eruð búin að veltast um útúrvímuð upp um alla veggi. Einmitt núna þar sem framboð á VONÍUM er nánast óþrjótandi. Það er líka „ókeypis“ á sama hátt og Facebook aðrir samfélagsmiðlar eru „ókeypis“. Þú færð að nota án þess að greiða krónu en geldur dýru verði fyrir þegar upp er staðið. En í guðanna bænum ekki halda að ég sé að rífa ykkur niður. Ég var einn af ykkur og ekkert vímuefni hef ég „tekið“ sem gefur eins sæta vímu og VONÍUM. Þessi yndislega tilfinning að einmitt núna sé stundin runnin upp þar sem breytinga sé að vænta og að forystufólki sé treystandi og allt sé satt sem það segir og máttur þess og vilji, gæska og mannúð til að breyta öllu til betri vegar sé óendanleg. VONÍUM er náskylt KAUPÍUM sem veldur einnig vímu, einkum fyrir stórhátíðir, sem fær fólk til að kaupa hluti sem það þarf ekki á að halda fyrir peninga sem það á ekki til. VONÍUM er orð sem búið er til úr orðunum von og ópíum. Það er bruggað úr vonum okkar og þrám. Ekki um stórkostleg auðæfi og völd heldur um venjulegt gott líf með til dæmis húsnæðis- og afkomu öryggi fyrir okkur og börnin okkar. En vegna þess að samfélagið líkist æ meira kartöflugarði fyrir auðstéttina til að taka upp úr þarf að búa til stórkostlega skrautsýningu sem þenur út skilningarvitin og fyllir þau af VONÍUM. Það fólk og flokkar sem er búið að vera í ríkistjórn í 7 ár eða jafnvel í 70 ár eru allt í einu fólk og flokkar án fortíðar og framtíðin sem er til sölu undir 1000 vatta blikkandi leikhúsljósi kosningabaráttunnar skín beint í augun. Samkvæmt könnun sem ASÍ lét gera telja 69% þjóðarinnar að Ísland stefni í ranga átt – ég ætla að slá því fram í bríaríi, þó ég viti auðvita enga nákvæma prósentutölu að 69% af þessum 69% muni kjósa flokka sem annaðhvort hafa sannað með ríkisstjórnarsamstarfi að þeir stefni lóðbeint í röngu áttina eða þá flokka sem ætla að beita sömu aðferðum og alltaf hafa verið notaðar en lofa því að ná annarri niðurstöðu. Tveir plús tveir geta verið fimm og eiga að vera fimm? Það þarf úrvals óblandað VONÍUM og mikið af því til að framkvæma slík töfrabrögð. En á maður þá ekki að eiga von? Jú svo sannarlega! En slagorðið gæti verið; „Von án vímu“. Svona geri ég það. Ég veit að þær aðferðir sem kenndar eru við svokallað „frjálsa“ markaðskerfi ( hlutdræga markaðskerfið væri miklu nær að kalla það) – eru einmitt þær aðferðir sem skilað hafa samfálaginu í ranga átt. Og ég veit allir þeir flokkar sem eru á Alþingi styðja meira og minna þessar aðferðir. Ég er á móti þeim aðferðum þær hafa leitt til gríðarlegrar misskiptingar bæði efnalegrar og félagslegrar. Og ég vil eins og hin 69%-in að Ísland fari að stefna í rétta átt. Utan Alþingis er lítill flokkur sem vill beita annarskonar þrautreyndri aðferðafræði sem kölluð er félagshyggja sem leiðir í aðra átt, til efnahagslegs- og félagslegs jafnaðar. Það vil ég, fyrir mig, börnin mín og barnabörn. Mín litla og hógværa „von án vímu“ er að þessi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, nái fulltrúum á Alþingi. En nei! NEI! Ég er ekki að biðja ykkur um að kjósa það sama og ég. Langt því í frá. Leitið sjálf. En ég vil gefa ykkur það vinarráð að þið komið ykkur upp ykkar eigin ”von án vímu” og látið það fólk og flokka sem þið veljið með þeirri aðferð standa reikniskil gjörða sinna eftir kosningar. Það er það eina sem skiptir máli. Það eina sem skiptir máli er hvað stjórnmálastéttin framkvæmir. Kosningakjaftæðið skiptir engu og skilur ekkert eftir sig nema heiftarleg VONÍUM timburmenn. Höfundur er eftirlaunamaður og óvirkur VONÍUM-fíkill.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar