Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2024 16:37 Jón Ármann vill koma gögnum til lögreglunnar en hann telur ekki vert að það verði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem taki við rannsókn málsins, þeir væru þá í og með að rannsaka sjálfa sig. vísir Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. „Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira