Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2024 16:37 Jón Ármann vill koma gögnum til lögreglunnar en hann telur ekki vert að það verði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem taki við rannsókn málsins, þeir væru þá í og með að rannsaka sjálfa sig. vísir Jón Ármann Steinsson útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni segir málið enn í hnút. Hann ætlar að sofa á því yfir helgina hvað sé hægt að gera. „Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Leiðin okkar sem er opin, sem ferill fyrir málið, virðist Keflavík. En það finnst mér röng staðsetning því mér finnst að skipunin og ábyrgðin eigi að koma ofar en frá lögreglu þar,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi. Jón Ármann telur sig vita hvernig í pottinn er búið með þetta dularfulla mál sem hefur reynst íslensku samfélagi afar erfitt svo ekki sé meira sagt. Ný bók um málið er komin út en lokakaflinn er óprentaður. Þar er gátan leyst en þau gögn vill Jón Ármann afhenda lögreglu. En því fer fjarri að vandinn sé þar með leystur því hver innan lögreglunnar á að taka við gögnunum? „Ríkissaksóknari er vanhæfur að eigin sögn, hún Sigríður J. Friðjónsdóttir, vegna fjölskyldutengsla við Örn Höskuldsson sem stýrði rannsókninni á sínum tíma.“ Þetta er í kringum 1975 þegar málið var til rannsóknar í Reykjavík, ári eftir að lögreglan í Keflavík skilaði af sér gögnunum. Jón Ármann var að tala við lögregluna núna. „Hún tjáir mér að opin leið fyrir mig sé að fara með málið til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Og að hann rannsaki þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að lögreglan sé alltaf að rannsaka sjálfa sig og eigin gerðir.“ Jón Ármann segir lögregluna skulda þjóðinni það að farið sé í saumana á málinu, þar sé meðal annars undir réttarmorð yfir saklausu fólki. En hver á þá að taka við gögnunum? „Ég get ekki leggja þetta í hendurnar á Keflavíkurlögreglunni, einhvers staðar ofar hlýtur að vera svarið, ég vil að ábyrgðin liggi ofar. Ég vantreysti þeim tillögum sem liggja fyrir núna. Skrítið að það skuli ekki vera nema sú leið opin að leggja þetta í hendurnar á sama embættinu og klúðraði málinu á sínum tíma.“ Jón Ármann segist nú ætla að taka sér tíma og hugsa málin yfir helgina. „Og finna út úr því í samráði við okkar lögmenn hvernig þetta mál fái réttláta og eðlilega meðferð.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira