Í lýsingu á þáttunum á heimasíðu Stöð 2 segir að vegleg peningaverðlaun séu í boði.
„Lumar þú á hellingi af gagnslausum upplýsingum og langar að reyna að hagnast á þeim? Ert þú týpan sem svarar alltaf öllu rétt fyrir framan sjónvarpið en langar núna að taka þátt í sjónvarpsþætti? Stöð 2 leitar að hressum og skemmtilegum besservisserum sem elska spurningaþætti,“ segir á heimasíðu Stöðvar 2.
Markmið keppanda er að svara spurningum og á leiðinni geta þeir safnað pening.
Umsóknaferlið hefst í dag og þurfa áhugasamir að senda inn myndbandsupptöku og segja frá sér.