Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 10:32 Rúmenía og Kósovó mættust í Búkarest, í Þjóðadeildinni, og var staðan markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en Kósovóar ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu. Getty/Vasile Mihai-Antonio Knattspyrnusamband Kósovó telur UEFA ýta undir rasisma með ákvörðun sinni um að dæma Rúmeníu 3-0 sigur gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta. Kósovóar ætlar að leita til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, og Svíar fylgjast spenntir með. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó.
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira