„Við hreinlega urðum að fá Bigga Maus og fengum hans blessun til þess að kalla tónleikaröðina þessu nafni. Það má því segja að hann sé sérlegur verndari þáttarins,“ segir Addi Tryggvason útvarpsmaður og rokkari. Þegar hefur HAM mætt í búrið og síðar er von á Dr. Gunna, Spacestation, I Adapt og að lokum Brain Police.
Hið pínulitla stúdíó fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri. Biggi Maus er í stuði í þættinum og tekur meðal annars óvænt slagarann Aldrei heim með rapparanum Aron Can svo fátt eitt sé nefnt.