Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:45 Vextir lækkuðu aftur í gær. Það eru gleðitíðindi fyrir heimilin í landinu. Vaxtalækkunin skilar dæmigerðu heimili nærri 190 þúsund krónum í auknar ráðstöfunartekjur á ári. Það munar sannarlega um minna. Lækki vextir enn frekar má vænta þess að ráðrúm heimila aukist enn frekar. Árangurinn sem náðst hefur, m.a. með festu og ábyrgð í ríkisrekstri þrátt fyrir hin ýmsu áföll, er brothættur og langt því frá að vera gefins. Alltaf eru þó einhverjir sem keppast við að halda öðru fram. Fólk sem keppist við að líta einungis á punktstöðu dagsins í dag, eins og ekkert hafi í skorist á leiðinni. Síðustu ár hafa þvert á móti vægast sagt verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Það eru ekki nema rúm fimm ár síðan eitt stykki WOW Air varð gjaldþrota. Í framhaldinu brast á með heimsfaraldri sem einn og sér setti hlutina í nýtt og áður óþekkt samhengi. Í kjölfar hans sigldu svo jarðeldar á Reykjanesi og stríðsátök sem sér ekki fyrir endann á. Það er því bæði auðvelt og ódýrt að einbeita sér að punktstöðu dagsins í dag og fullyrða að hér hafi menn misst tök á ríkisfjármálunum án alls samhengis þar um. Sérstaklega þegar sömu flokkar höfðu uppi akkúrat engin varnaðarorð um að verið væri að ganga of langt í stuðningi vegna umræddra áfalla heldur þvert á móti var gagnrýnt að ekki væri enn meira gert. Ítrekuð áföll kostnaðarsöm Aðgerðirnar sem gripið var til í kjölfar þessara áfalla voru kostnaðarsamar sem eðlilega tekur tíma að vinda ofan af. Engum hefði verið greiði gerður með því að grípa í handbremsuna og snúa við á punktinum. Því fer þó fjarri að útgjöld ríkisins hafi vaxið úr hófi fram. Ekki er síður langsótt að halda því fram að skattar hafi verið hækkaðir. Lífskjarasókn án skattahækkana Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn í ríkisstjórn varð ávallt að miðla málum. Undanfarin ár höfum við verið í samstarfi við flokka sem er ekkert launungarmál að vilja frekar hækka skatta en lækka þá. Út á við sáust ekki allar þær skattahækkanatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn ýtti reglulega út af borðunum. En það er ekki nóg að spyrna við skattahækkunum, við viljum líka lækka þá. Skattalækkanir hafa verið forsenda fyrir þeirri ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug og verkefnið okkar verður að svo megi áfram verða. Sjálfbær ríkisrekstur Okkur Sjálfstæðismönnum er tíðrætt um, og erum jafnan ein um hituna, að tryggja þurfi að ríkisrekstur sé sjálfbær. Það er að segja, að útgjöld vaxi ekki hömlulaust og tekjurnar standi undir þeim. Víst er að ekki er hægt að seilast endalaust ofan í vasa fólks eftir meira fé. Umfang hins opinbera er þeim náttúrulegu takmörkunum háð. Útgjaldaregla Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Það er staðreynd. Þegar tekjur hins opinbera standa ekki undir útgjöldum má fullyrða að vandamálið sé ekki skortur á fjármagni, heldur forgangsröðun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. lagt til endurmat á útgjöldum til helstu málaflokka og að tekin verði upp regla sem setur útgjaldavexti skorður, við litlar undirtektir annarra flokka. Það er því ánægjulegt að sjá aðra flokka loksins vera komna á vagninn. Það er enda alveg ljóst að eina leiðin til að minnka álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu er með því að halda aftur af vaxandi útgjöldum. Þegar litið er á stöðuna í sanngjörnu og málefnalegu samhengi er því ljóst að allt tal um ævintýralegan halla sem byggi á engu öðru en fullkominni óráðsíu liðinna ára er ekkert annað en ævintýraleg eftiráskýring. En burtséð frá öllum sanngjörnum eða ósanngjörnum baksýnisspeglum er það eina sem skiptir máli að hér er allt á réttri leið og mikilvægt að halda áfram að stíga örugg skref í sömu átt en ekki einhverja allt aðra. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vextir lækkuðu aftur í gær. Það eru gleðitíðindi fyrir heimilin í landinu. Vaxtalækkunin skilar dæmigerðu heimili nærri 190 þúsund krónum í auknar ráðstöfunartekjur á ári. Það munar sannarlega um minna. Lækki vextir enn frekar má vænta þess að ráðrúm heimila aukist enn frekar. Árangurinn sem náðst hefur, m.a. með festu og ábyrgð í ríkisrekstri þrátt fyrir hin ýmsu áföll, er brothættur og langt því frá að vera gefins. Alltaf eru þó einhverjir sem keppast við að halda öðru fram. Fólk sem keppist við að líta einungis á punktstöðu dagsins í dag, eins og ekkert hafi í skorist á leiðinni. Síðustu ár hafa þvert á móti vægast sagt verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Það eru ekki nema rúm fimm ár síðan eitt stykki WOW Air varð gjaldþrota. Í framhaldinu brast á með heimsfaraldri sem einn og sér setti hlutina í nýtt og áður óþekkt samhengi. Í kjölfar hans sigldu svo jarðeldar á Reykjanesi og stríðsátök sem sér ekki fyrir endann á. Það er því bæði auðvelt og ódýrt að einbeita sér að punktstöðu dagsins í dag og fullyrða að hér hafi menn misst tök á ríkisfjármálunum án alls samhengis þar um. Sérstaklega þegar sömu flokkar höfðu uppi akkúrat engin varnaðarorð um að verið væri að ganga of langt í stuðningi vegna umræddra áfalla heldur þvert á móti var gagnrýnt að ekki væri enn meira gert. Ítrekuð áföll kostnaðarsöm Aðgerðirnar sem gripið var til í kjölfar þessara áfalla voru kostnaðarsamar sem eðlilega tekur tíma að vinda ofan af. Engum hefði verið greiði gerður með því að grípa í handbremsuna og snúa við á punktinum. Því fer þó fjarri að útgjöld ríkisins hafi vaxið úr hófi fram. Ekki er síður langsótt að halda því fram að skattar hafi verið hækkaðir. Lífskjarasókn án skattahækkana Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn í ríkisstjórn varð ávallt að miðla málum. Undanfarin ár höfum við verið í samstarfi við flokka sem er ekkert launungarmál að vilja frekar hækka skatta en lækka þá. Út á við sáust ekki allar þær skattahækkanatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn ýtti reglulega út af borðunum. En það er ekki nóg að spyrna við skattahækkunum, við viljum líka lækka þá. Skattalækkanir hafa verið forsenda fyrir þeirri ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug og verkefnið okkar verður að svo megi áfram verða. Sjálfbær ríkisrekstur Okkur Sjálfstæðismönnum er tíðrætt um, og erum jafnan ein um hituna, að tryggja þurfi að ríkisrekstur sé sjálfbær. Það er að segja, að útgjöld vaxi ekki hömlulaust og tekjurnar standi undir þeim. Víst er að ekki er hægt að seilast endalaust ofan í vasa fólks eftir meira fé. Umfang hins opinbera er þeim náttúrulegu takmörkunum háð. Útgjaldaregla Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Það er staðreynd. Þegar tekjur hins opinbera standa ekki undir útgjöldum má fullyrða að vandamálið sé ekki skortur á fjármagni, heldur forgangsröðun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. lagt til endurmat á útgjöldum til helstu málaflokka og að tekin verði upp regla sem setur útgjaldavexti skorður, við litlar undirtektir annarra flokka. Það er því ánægjulegt að sjá aðra flokka loksins vera komna á vagninn. Það er enda alveg ljóst að eina leiðin til að minnka álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu er með því að halda aftur af vaxandi útgjöldum. Þegar litið er á stöðuna í sanngjörnu og málefnalegu samhengi er því ljóst að allt tal um ævintýralegan halla sem byggi á engu öðru en fullkominni óráðsíu liðinna ára er ekkert annað en ævintýraleg eftiráskýring. En burtséð frá öllum sanngjörnum eða ósanngjörnum baksýnisspeglum er það eina sem skiptir máli að hér er allt á réttri leið og mikilvægt að halda áfram að stíga örugg skref í sömu átt en ekki einhverja allt aðra. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík suður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun