Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:14 Margir eru efins um að öldungadeildin muni staðfesta tilnefningu Gaetz. AP/Alex Brandon Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins er klofin eftir flokkslínum varðandi það hvort birta eigi skýrslu um rannsókn nefndarinnar á meintum brotum Matt Gaetz. Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins, sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndinni vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri. Hann sagði hins vegar af sér eftir að Donald Trump tilnefndi hann dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Deilurnar í siðanefndinni snúast þannig um það hvort birta eigi skýrsluna, sem var svo gott sem tilbúin þegar Gaetz var tilnefndur, en nefndin hefur ekkert boðvald lengur yfir honum nú þegar hann er hættur. Gaetz mun þurfa að sæta yfirheyrslu öldungadeildarþingmanna sem munu ráða því hvort hann verður skipaður. Ljóst þykir að meint brot hans munu verða þar til umræðu. Óháð því hvort skýrsla siðanefndarinnar verður birt eru gögn þegar farin að leka, meðal annars frá rannsókn ákæruvaldsins. Það lét mál Gaetz niður falla en hafði áður kortlagt greiðslur frá þingmanninum fyrrverandi og félögum hans til hvors annars og kvenna, sem grunur leikur á um að mennirnir hafi greitt fyrir kynlíf. New York Times hefur birt mynd sem sýnir hvernig greiðslur gengu á milli um greiðsluforritið Venmo, meðal annars frá Gaetz til tveggja kvenna sem báru vitni um að hann hefði greitt þeim fyrir kynlíf. Fólkið er sagt tengjast í gegnum „kynlífspartý“ sem voru haldin á árunum 2017 til 2020. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins, sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndinni vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri. Hann sagði hins vegar af sér eftir að Donald Trump tilnefndi hann dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Deilurnar í siðanefndinni snúast þannig um það hvort birta eigi skýrsluna, sem var svo gott sem tilbúin þegar Gaetz var tilnefndur, en nefndin hefur ekkert boðvald lengur yfir honum nú þegar hann er hættur. Gaetz mun þurfa að sæta yfirheyrslu öldungadeildarþingmanna sem munu ráða því hvort hann verður skipaður. Ljóst þykir að meint brot hans munu verða þar til umræðu. Óháð því hvort skýrsla siðanefndarinnar verður birt eru gögn þegar farin að leka, meðal annars frá rannsókn ákæruvaldsins. Það lét mál Gaetz niður falla en hafði áður kortlagt greiðslur frá þingmanninum fyrrverandi og félögum hans til hvors annars og kvenna, sem grunur leikur á um að mennirnir hafi greitt fyrir kynlíf. New York Times hefur birt mynd sem sýnir hvernig greiðslur gengu á milli um greiðsluforritið Venmo, meðal annars frá Gaetz til tveggja kvenna sem báru vitni um að hann hefði greitt þeim fyrir kynlíf. Fólkið er sagt tengjast í gegnum „kynlífspartý“ sem voru haldin á árunum 2017 til 2020.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira