Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun