Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:39 Guðni var sérstakur gestur á degi mannréttinda barna á Seltjarnarnesi. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn. Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn.
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59