Lokaleikurinn var með argentínska landsliðinu á móti Perú í undankeppni HM 2026.
Argentínumenn unnu þar 1-0 sigur og Messi lagði upp sigurmarkið fyrir Lautaro Martinez á 55. mínútu.
Eftir sigurinn þá eru Argentínumenn aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti.
Messi hefði að öllu eðlilegu átt að vera að spila með Inter Miami í úrslitakeppni MLS-deildarinnar á næstu vikum en þar sem deildarmeistararnir voru slegnir út í fyrstu umferð þá spilar ekki Messi fleiri leiki á árinu 2024.
Næsti keppnisleikur Messi verður því ekki fyrr en í febrúar þegar nýtt tímabil fer af stað í MLS deildinni.
Hinn 37 ára gamli Messi spilaði 38 leiki með Argentínu og Inter Miami á almanaksárinu 2024.
Í þessum leikjum skoraði hann 30 mörk og af 19 stoðsendingar. Hann varð deildarmeistari með Inter Miami og Suðurameríkumeistari með Argentínu.